Fara í efni
26. jan 2022
Kotstekksás í Munaðarnesi - Auglýsing um niðurstöðu sveitarstjórnar Borgarbyggðar vegna skipulags
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 13. janúar 2022 eftirfarandi tillögu samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010:
  • Deiliskipulag frístundabyggðar Kotstekksás í Munaðarnesi

Deiliskipulag frístundabyggðar Kotstekksás í Munaðarnesi

Deiliskipulagssvæðið er innan frístundasvæðis F62 norðvestan við Hringveg (1) og er 3,6ha að stærð. Svæðið tekur til fimm frístundalóða, fjórar 5000m2 að stærð og ein 7000m2. Aðkoma að lóðum verður um nýjan veg sem nefnist Kotstekksás er tengist Jötnagarðsási og þaðan inn á Hringveg. Deiliskipulag þetta samræmist gildandi aðalskipulagi.

Tillaga að deiliskipulagi var auglýst frá 08.09.2021-22.10.2021.

Athugasemdir bárust frá umsagnaraðilum og brugðist var við þeim.

Deiliskipulagstillagan hefur verið send Skipulagsstofnun og mun taka gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.

Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu sveitarstjórnar geta snúið sér til skipulags- og byggingardeildar Borgarbyggðar, Bjarnarbraut 8, Borgarnesi.

Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Borgarbyggðar á www.borgarbyggd.is

Vakin er athygli á málskotsrétti samkvæmt 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála nr. 130/2011 en þar kemur fram að stjórnvaldsákvarðanir má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Þeir einir geta kært stjórnvaldsákvarðanir sem eiga lögvarða hagsmuni tengda þeirri ákvörðun sem kæra á. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu skipulagsáætlana í B-deild Stjórnartíðinda.

Deiliskipulag