Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 12. maí 2022 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Bjargsland II, svæði 1 í Borgarnesi.
Breytingin tekur til lóða við Fífuklett og Birkiklett þar sem gert er ráð fyrir par- og fjölbýlishúsum í stað eingöngu rað- og einbýlishúsa. Gatan Fífuklettur leggst af en í staðinn er gert ráð fyrir tveimur nýjum götum tengdum við fyrirhugaða safngötu norðan og vestan við svæðið. Tillagan samræmist aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022.
Ofangreind breytingartillaga er aðgengileg á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is frá 20. maí til og með 2. júlí 2022. Ef óskað er nánari kynningu á tillögunni þarf að panta tíma hjá skipulagsfulltrúa.
Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við skipulagstillöguna og er frestur til að skila inn athugasemdum til 2. júlí 2022. Athugasemdum skal skila skriflega í þjónustuver Borgarbyggðar, Bjarnarbraut 8, 310 Borganesi, b.t. skipulagsfulltrúa eða á netfangið skipulag@borgarbyggd.is eða thjonustuver@borgarbyggd.is
Vakin er athygli á að athugasemdir teljast til opinberra gagna í allri skipulagsmeðferð og geta meðal annars nöfn íbúa birst í fundargerðum skipulags- og byggingarnefndar.
Borgarbyggð, 20. maí 2022
Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar