Fara í efni
27. júl 2022
Borgarbraut 55 - Breyting á deiliskipulagi
Í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Borgarbyggð.

Byggðaráð sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar, samþykkti þann 14. júlí 2022 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Borgarbraut 55-59 frá árinu 2007 m.s.br. í Borgarnesi.

Breytingartillagan tekur til lóðar nr. 55 þar sem gerð er breyting á byggingarreit og bílastæðum, hámarks hæð, fjölda íbúða og þakhalla. Breyting er í kjölfar aðalskipulagsbreytingar þar sem nýtingarhlutfall er hækkað úr 0,58 í 0,63.

Ofangreind skipulagsáætlun er aðgengileg á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is frá 27. júlí til og með 8. september 2022. Ef óskað er nánari kynningu á áætluninni þarf að panta tíma hjá skipulagsfulltrúa.

Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við auglýsta skipulagstillögu og er frestur til að skila inn athugasemdum til 8. september 2022. Athugasemdum skal skila skriflega í þjónustuver Borgarbyggðar, Bjarnarbraut 8, 310 Borganesi, b.t. skipulagsfulltrúa eða á netfangið skipulag@borgarbyggd.is eða thjonustuver@borgarbyggd.is.

Vakin er athygli á að athugasemdir teljast til opinberra gagna í allri skipulagsmeðferð og geta meðal annars nöfn íbúa birst í fundargerðum skipulags- og byggingarnefndar.

Borgarbyggð, 27. júlí 2022

Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar