Fara í efni
28. okt 2019
Fossatún í Borgarbyggð
Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur á 189. fundi sínum þann 10. október 2019, samþykkt að auglýsa eftirfarandi tillögu. Borgarbyggð auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtalda tillögu að breytingu á deiliskipulagi: Fossatún í Borgarbyggð

Ástæða fyrir breytingu er aukin eftirspurn gistingar og vilji til að auka fjölbreytileika í gistimöguleikum í Fossatúni. Svefnskálar verða staðsettir að hluta á því svæði sem var tjaldsvæði, en sú þjónusta hefur verið lögð niður. Skipulagssvæði stækkar úr 2,3 ha í 3,2 ha, svæðið stækkar í norður og vestur en afmörkun er dregin innar að austan og breytist lítillega móti suðri. Auk breyttra áherslna í þjónustu breytist stærð og lega deiliskipulagsmarka til samræmis við skipulagsmörk frístundarbyggðarinnar og fylgja lóðarmörkum Fossatúns, lóðarmörk breytast lítillega. Í tillögu er gert ráð fyrir að þjónustuhús stækki. Málsmeðferð var samkvæmt 43. grein Skipulagslaga nr. 123/2010.

Ofangreind skipulagstillaga liggur frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14 í Borgarnesi frá 25. október 2019 til 6. desember 2019 og eru einnig aðgengilegar á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is.

Hverjum þeim aðila sem hagsmuna á að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við skipulagstillögu. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en mánudaginn 6. desember 2019 í Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is.

Þriðjudaginn 5. nóvember 2019 milli kl. 17:00 og 18:00 verða starfsmenn umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar með opið hús í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14 í Borgarnesi þar sem tillögur verður kynntar þeim sem þess óska.

 Tillaga að breytingu á deiliskipulagi