18. jún 2020
Húsafell
Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur á 199. fundi sínum þann 11.06.2020, samþykkt að auglýsa eftirfarandi, skv. 30 og 40 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010
Húsafell - Verkefnalýsing að breytingu Aðalskipulags Borgarbyggðar 2010-2022
Markmiðið er að setja stefnu um svæðið fyrir verslun og þjónustu sem heimili kapellu, gistiheimili, steinhörpusafn, listagallerí, vinnustofu og annað sem getur komið þarna þessu tengdu. Afmörkun nýrrar frístundarbyggðar út frá hugmyndum landeiganda.
Skriflegum ábendingum skal komið á framfæri við umhverfis- og skipulagssvið Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi eða á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is eigi síðar en mánudaginn 20. júlí 2020. Skipulagslýsing liggur frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar frá 19. júní til 20. júlí 2020 og á www.borgarbyggd.is.