Fara í efni
23. mar 2022
Jarðgerðarmiðstöð á Hvanneyri og frístundasvæði í Urriðaárlandi í Borgarbyggð
Í samræmi við 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér með auglýstar tillögur að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022.

Jarðræktarmiðstöð á Hvanneyri

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 10. febrúar 2022 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi á Hvanneyri í Borgarbyggð.

Sett er fram stefna um að breyta landnotkun á 1,9 ha svæði á Hvanneyri úr landbúnaði í þjónustustofnun. Þjónustuvæði (Þ1) á Hvanneyri er stækkað úr 1,1 ha í 3 ha þar sem fyrirhugað er að reisa nýja Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskólans. Nýtingarhlutfall er jafnframt hækkað úr 0,05 í 0,35.

Frístundasvæði í Urriðaárlandi

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 10. febrúar 2022 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi á frístundasvæði í Urriðaárlandi í Borgarbyggð.

Sett er fram stefna um að breyta landnotkun á 12 ha svæði í Urriðaárlandi úr landbúnaði í frístundabyggð. Frístundabyggð (F11) er stækkuð úr 11,4 ha í 23,4 ha þar sem fyrirhugað er að breyta legu vegar, auka á frístundalóðir um 17 og leiðrétta ytri mörk svæðis. Aðkoma er um Snæfellsnesveg (54) um tvær vegtengingar, Brókarstíg og Klettastíg.

Ofangreindar skipulagsáætlanir eru aðgengilegar á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is frá 23. mars til og með 5. maí 2022. Ef óskað er eftir nánari kynningu á ofangreindum tillögum þarf að panta tíma hjá skipulagsfulltrúa.

Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við auglýstar skipulagstillögur og er frestur til að skila inn athugasemdum til 5. maí 2022. Athugasemdum skal skila skriflega í Ráðhús Borgarbyggðar, Bjarnabraut 8, 310 Borgarnesi, b.t. skipulagsfulltrúa eða á netfangið skipulag@borgarbyggd.is eða thjonustuver@borgarbyggd.is.

Vakin er athygli á að athugasemdir teljast til opinberra gagna í allri skipulagsmeðferð og geta meðal annars nöfn íbúa birst í fundargerðum skipulags- og byggingarnefndar.

Borgarbyggð, 23. mars 2022

Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar