Fara í efni
8. mar 2021
Vindmyllur á Grjóthálsi í Borgarbyggð
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á fundi 210 þann 11. febrúar 2021 skipulags- og matslýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingu í landi Hafþórsstaða og Sigmundarstaða í Borgarbyggð.

Auglýsing um skipulags- og matslýsingu aðalskipulagsbreytingar- Vindmyllur á Grjóthálsi í Borgarbyggð.

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á fundi 210 þann 11. febrúar 2021 skipulags- og matslýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingu í landi Hafþórsstaða og Sigmundarstaða í Borgarbyggð.

Í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing á fyrirhugaðri breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar.

Í breytingunni er gert ráð fyrir að skilgreina iðnaðarsvæði á Grjóthálsi í landi Hafþórsstaða og Sigmundarstaða þar sem fyrirhugað er að virkja vindorku.

Skipulags- og matslýsing mun liggja frammi til kynningar í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi, á opnunartíma 9:30-15:00 alla virka daga. Skipulags- og matslýsing er einnig aðgengileg á vef Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is .

Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við auglýsta skipulags- og matslýsingu og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 25. mars 2021. Athugasemdum skal skila skriflega í Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi, b.t. skipulagsfulltrúa eða á netfangið skipulagsfulltrui@borgarbyggd.is 

Vettvangsmyndir

Kynningarefni

Skipulagslýsing

Borgarbyggð, 11. mars 2021.

Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar.