Fara í efni
18. jún 2020
Vörðuholt
Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur á 199. fundi sínum þann 11.06.2020, samþykkt að auglýsa eftirfarandi, skv. 30 og 40 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Vörðuholt í Borgarnesi -  tillaga að deiliskipulagi, verkefnalýsing

Meginmarkmið deiliskipulagsins er að afmarka lóðir og skilgreina núverandi byggingarreiti fyrir íbúabyggð og setja skilmála fyrir uppbyggingu innan fyrirhugaðs íbúasvæðis í samræmi við lög og reglur þar að lútandi. Skilgreindar verða öruggar umferðarleiðir fyrir akandi, hjólandi og gangandi vegfarendur. Göngustígar og slóðar sem liggja um svæðið verða skilgreindir frekar í skipulaginu

Skriflegum ábendingum skal komið á framfæri við umhverfis- og skipulagssvið Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi eða á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is eigi síðar en mánudaginn 20. júlí 2020. Skipulagslýsing liggur frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar frá 19. júní til 20. júlí 2020 og á www.borgarbyggd.is.

Tillaga að deiliskipulagi, verkefnalýsing