Hreinsun rotþróa
Rotþrær við íbúðarhús í dreifbýli og sumarhús eru hreinsaðar á þriggja ára fresti og gjöld fyrir losun rotþróar eru innheimt samhliða fasteignagjöldum. Gjald fyrir eina hreinsun skiptist á þrjú ár. Um hreinsun rotþróa sér Gau og Gok skv. samningi þar um.
Fasteignaeigendur geta skráð sig inn á Rotþróakortið og fengið tölvupóst þegar tæming hefur farið fram. Sjá hér
Einnig er hægt að skoða framvindu tæminga á Rotþróakortinu. Sjá hér