Náttúruvernd
Í Borgarbyggð er fjölbreytt landslag og náttúruperlur leynast við hvert fótmál. Það er mikilvægt að umgengni núverandi kynslóða um náttúruna, skerði ekki möguleika komandi kynslóða til að njóta hennar á sama hátt. Í sveitarfélaginu eru átta svæði sem eru friðlýst í mismunandi friðlýsingarflokkum; Andakíll, Einkunnir, Eldborg, Geitland, Grábrókargígar, Hraunfossar, Húsafellsskógur og Kalmanshellir.
Náttúruminjaskrá
Þá eru nokkur svæði til viðbótar undir hverfisvernd í aðalskipulagi en um þau gilda sérstök ákvæði í skipulagsáætlunum sem sveitarstjórnir hafa sett og kveða á um verndun, án þess að um lögformlega friðun sé að ræða.
Fólkvangurinn Einkunnir
Reitir í ræktun
Einstaklingar eða hópar sem hafa áhuga á að sinna skógrækt geta sótt um ákveðna reiti til ræktunar í Einkunnum. Hver aðili fær úthlutað ákveðnu svæði innan fólkvangsins, þar sem hann ber ábyrgð á og sinnir gróðursetningu, uppgræðslu og grisjun eftir því sem þörf er á skv. samþykktri ræktunaráætlun fólkvangsins. Verkefnin eru unnin í samstarfi við umsjónarnefnd fólkvangsins og Skógræktarfélag Borgarfjarðar. Umsóknir og frekari upplýsingar sendist á borgarbyggd@borgarbyggd.is