Fara í efni

Sorphirða

Úrgangsmál

Í Borgarbyggð er úrgangur frá öllum heimilum flokkaður til endurvinnslu og förgunar. Þá er úrgangur frá sumarhúsum í stærstu sumarhúsahverfum flokkaður. Flokkun úrgangs er mikilvægur þáttur til verndunar umhverfis og ætti að vera sjálfsagður hluti af starfsemi heimilis og fyrirtækja. Úrgangur er auðlind.

Regluleg sorphirða er til allra heimila í sveitarfélaginu, gámavellir eru á nokkrum stöðum auk þess sem móttökustöð er við Sólbakka í Borgarnesi sem er opin alla daga.  Þar er og hægt að skila heimilisúrgangi utan opnunartíma. Þjónustuaðili Borgarbyggðar er Íslenska Gámafélagið.

Græna tunnan

Á hverju heimili í þéttbýli er 240 l. tunna fyrir flokkaðan endurvinnsluúrgang.  Í þessa tunnu skal setja allar umbúðir; plast, pappír, pappa, ál og málma sem er stór hluti af hefðbundnu heimilishaldi. Tunnan er tæmd á þriggja vikna fresti. Á hverju heimili í dreifbýli er 660 l. kar fyrir endurvinnsluúrgang sem tæmt er á sex vikna fresti.

Grátunna

Á hverju heimili í þéttbýli og dreifbýli er ein 240 l. tunna fyrir óflokkaðan úrgang. Í þessa tunnu fer allur úrgangur sem ekki er hægt að flokka í grænu tunnuna. Tunnan er tæmd hálfsmánaðarfresti í þéttbýli, og á hálfsmánaðarfresti yfir sumartímann í dreifbýli, en á þriggja vikna fresti í dreifbýli. Úrgangur úr grátunnu er urðaður á urðunarstað Sorpurðunar Vesturlands í Fíflholtum.

Hreinsunarátök

Sveitarfélagið útvegar gáma á valda staði í sveitarfélaginu nokkrum sinnum á ári. Á vorin eru gámar settir út fyrir gróðurúrgang í þéttbýli og hreinsunarátak í dreifbýli er vor og haust þar sem íbúum í dreifbýli gefst kostur á að losa sig við mismunandi úrgangsflokka.

Urðunarstaður fyrir óvirkan úrgang í Bjarnhólum

Tekið er á móti úrgangi sem flokkast sem óvirkur úrgangur á sorpmeðhöndlunarsvæði Borgarbyggðar við Bjarnhóla. Verktakar og rekstraraðilar þurfa að óska eftir aðgangi að svæðinu við Áhaldahús Borgarbyggðar.

Móttökustöð við Sólbakka í Borgarnesi

Á móttökustöðina við Sólbakka í Borgarnesi er unnt að skila inn öllum úrgangi. Íbúum er frjálst að losa sig við almennan heimilisúrgang, allt að 8 rúmmetrum á ári án gjaldtöku. Íbúar sem standa í framkvæmdum greiða fyrir þann úrgang sem þeir skila inn á móttökustöðina.

Afgreiðslutímar móttökustöðvar

  • Sunnudaga – föstudaga 14:00-18:00
  • Laugardaga 10:00-14:00