Umhverfismál
Borgarbyggð er sveitarfélag sem er tæpir 5.000 km2 að stærð, með fjölbreytt landslag og náttúru og óteljandi möguleika til útivistar jafnt í dreifbýli sem þéttbýli.
Umhverfis- og skipulagssvið Borgarbyggðar hefur umsjón með opnum svæðum í þéttbýli, umhirðu og viðhaldi á görðum og beðum, leiksvæðum og útivistarsvæðum. Verkefnin eru fjölbreytt og sum unnin í samstarfi við aðra aðila m.a. Vinnuskóla Borgarbyggðar, íþróttafélög og hópa.