Sundlaugar

Í Borgarbyggð eru þrjár sundlaugar, sundlaugin í Borgarnesi, sundlaugin á Kleppjárnsreykjum og sundlaugin á Varmalandi. Sundlaugarnar eru allar opnar almenningi en einnig eru þær notaðar undir kennslu fyrir grunnskólana.

Nánari upplýsingar um sundlaugar í Borgarbyggð gefur forstöðumaður íþróttamannvirkja Ingunn Jóhannesdóttir í síma 433 7140.

Sundlaugin í Borgarnesi
Sími: 433 7140
sundlaug@borgarbyggd.is

Sundlaugin í Borgarnesi er 25 m útisundlaug með þrjár vatnsrennibrautir og barnavaðlaug. Einnig eru þar einn kaldur pottur, tveir heitir pottar, annar með sérstöku kraftnuddi, iðulaug með frábæru nuddi. Innilaugin er 12,5 x 8 m og þar er eimbað beint úr Deildartunguhver og góð sólbaðsaðstaða.

Sundlaugin á Kleppjárnsreykjum
Sími: 435 1140
kleppjarnsreykja.laug@emax.is

Sundaðstaða: 25×12,5m útilaug með heitum potti og sólbaðsaðstöðu.
Salur til íþróttaiðkana til útleigu fyrir almenning. Gufubað og tækjasalur.

Sundlaugin á Varmalandi
Sími: 437 1401
varmalands.laug@emax.is

Sundaðstaða: 25×12,5m útilaug með heitum potti og sólbaðsaðstöðu.
Salur til íþróttaiðkana til útleigu fyrir almenning. Gufubað og tækjasalur.
Á sumrin er rekið tjaldstæði á svæðinu.
Félagsheimilið Þinghamar er leigt út fyrir ýmiss tilefni (t.d. ættarmót).
Fjölmennir hópar geta haft samband utan opnunartíma við starfsmann til að fá aðstöðuna leigða sé því við komið. Vinsamlega hafið þá samband við Guðmund í síma: 898-8225.