Laus störf

Hér er að finna auglýsingar um þau störf
sem nú eru laus hjá Borgarbyggð

Lausar stöður í Grunnskóla Borgarfjarðar

Lausar stöður í Grunnskóla Borgarfjarðar

Grunnskóli Borgarfjarðar er þriggja starfstöðva grunnskóli í Borgarbyggð með 180 nemendur. Starfstöðvar hans eru á Kleppjárnsreykjum, Varmalandi og Hvanneyri.

Einkunnarorð skólans eru gleði, heilbrigði og árangur og eru þau höfð að leiðarljósi í öllu starfi skólans.

Við leitum að öflugum einstaklingum í umsjónarkennslu frá og með 1. ágúst 2019

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi KI og launanefndar sveitarfélaga.

Umsóknarfrestur er til  4. júni nk.

Menntunar og hæfniskröfur:

 • Leyfisbréf grunnskólakennara
 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Áhugi og metnaður fyrir að starfa með börnum og ungmennum
 • Jákvæðni og lipurð í samskiptum
 • Framtaksemi og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Metnaður í starfi

 

Mikilvægt að umsækjandi sé tilbúinn að vinna eftir stefnu og gildum skólans. Sjá heimasíðu http://www.gbf.is/

Í samræmi við jafnréttisstefnu Grunnskóla Borgarfjarðar og  Borgarbyggðar eru jafnt karlar sem konur hvött til að sækja um störf hjá sveitarfélaginu.

Umsóknum skal skilað skriflega til skólastjóra með upplýsingum um menntun, réttindi og  starfsreynslu, ásamt ábendingu um meðmælendur.

Nánari upplýsingar veitir Helga Jensína Svavarsdóttir skólastjóri í síma 861 1661 netfang; helga.jensina.svavarsdottir@gbf.is
Laus staða við Grunnskólann í Borgarnesi

Laus staða við Grunnskólann í Borgarnesi

Við leitum að öflugum einstaklingi í tímabundna stöðu frá og með 1. ágúst 2019

 • Smíðakennsla í 50% eða 100% stöðuhlutfall

 

Menntun, reynsla og hæfni:

 • Kennsluréttindi í grunnskóla og kennslureynsla.
 • Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar.
 • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og sköpunarkjarkur.
 • Jákvæðni, ábyrgðarkennd og skipulagshæfileikar.

 

Óskað er eftir einstaklingi sem er tilbúinn að taka þátt í virku og skapandi skólastarfi og hefur hugrekki til þess að feta nýjar leiðir.

Grunnskólinn í Borgarnesi er heildstæður skóli með um 300 nemendur í 1.–10. bekk og tekur virkan þátt í skólasamfélagi Borgarbyggðar.

Mikil þróun á sér stað innan skólans og einstakt tækifæri fólgið í því að vera hluti af þeirri sterku heild sem kennarar og starfsfólk skólans mynda.

Umsóknarfrestur er til 24.maí 2019 

Umsóknir skal senda til Júlíu Guðjónsdóttur skólastjóra, julia@grunnborg.is einnig er hægt að fá nánari upplýsingar hjá henni í síma 862-1519.
Matráður við Grunnskóla Borgarfjarðar, Kleppjárnsreykjadeild

Matráður við Grunnskóla Borgarfjarðar, Kleppjárnsreykjadeild

Laust er til umsóknar starf matráðs við Grunnskóla Borgarfjarðar, Kleppjárnsreykjadeild tímabundið næsta skólaár. Um er að ræða 100% starf á starfstíma skólans. Í starfinu felst umsjón með mötuneyti fyrir nemendur og starfsfólk skólans. Einkunnarorð skólans eru gleði, heilbrigði, árangur. Skólaumhverfið á að stuðla að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu og vellíðan nemenda og starfsfólks í samvinnu við heimili og nærsamfélag. Grunnskóli Borgarfjarðar er heilsueflandi grunnskóli og lögð er áhersla á holla næringu í skólanum.

Helstu verkefni:

 • Elda og framreiða morgunverð, hádegisverð og ávaxtastundir fyrir nemendur og starfsfólk.
 • Sjá um innkaup og samskipti við birgja
 • Umsjón með rekstri mötuneytisins
 • Frágangur og þrif auk annarra tilfallandi verkefna

Hæfniskröfur:

 • Góð þekking á næringarfræði og hollustufæði
 • Hreinlæti og snyrtimennska skilyrði
 • Frumkvæði og sveigjanleiki
 • Lipurð og færni í samskiptum
 • Reynsla af sambærilegu starfi

Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar hvetur sveitarfélagið karla jafnt sem konur til þess að sækja um starfið. Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Upplýsingar um starfið veitir Ingibjörg Adda Konráðsdóttir deildarstjóri Kleppjárnsreykjadeildar í síma 840 1520 eða á ingibjorg.adda.konradsdottir@gbf.is

Umsóknarfrestur er til 17. maí 2019 og eru umsækjendur beðnir um að senda umsóknir á Helgu Jensínu Svavarsdóttur skólastjóra helga.jensina.svavarsdottir@gbf.is
Lausar stöður í Grunnskóla Borgarfjarðar

Lausar stöður í Grunnskóla Borgarfjarðar

Grunnskóli Borgarfjarðar er þriggja starfstöðva grunnskóli í Borgarbyggð með 180 nemendur. Starfstöðvar hans eru á Kleppjárnsreykjum, Varmalandi og Hvanneyri.

Einkunnarorð skólans eru gleði, heilbrigði og árangur og eru þau höfð að leiðarljósi í öllu starfi skólans.

Við leitum að öflugum einstaklingum í umsjónarkennslu frá og með 1. ágúst 2019

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi KI og launanefndar sveitarfélaga.

Umsóknarfrestur er til  17. maí nk.

Menntunar og hæfniskröfur:

 • Leyfisbréf grunnskólakennara
 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Áhugi og metnaður fyrir að starfa með börnum og ungmennum
 • Jákvæðni og lipurð í samskiptum
 • Framtaksemi og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Metnaður í starfi

 

Mikilvægt að umsækjandi sé tilbúinn að vinna eftir stefnu og gildum skólans. Sjá heimasíðu http://www.gbf.is/

Í samræmi við jafnréttisstefnu Grunnskóla Borgarfjarðar og  Borgarbyggðar eru jafnt karlar sem konur hvött til að sækja um störf hjá sveitarfélaginu.

Umsóknum skal skilað skriflega til skólastjóra með upplýsingum um menntun, réttindi og  starfsreynslu, ásamt ábendingu um meðmælendur.

Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir skólastjóri í síma 861 1661 netfang; helga.jensina.svavarsdottir@gbf.is
Tónlistarskóli Borgarfjarðar auglýsir eftir tónlistarkennara til starfa

Tónlistarskóli Borgarfjarðar stuðlar að öflugu tónlistarlífi í Borgarbyggð jafnframt því að vinna að aukinni hæfni, þekkingu og þroska einstaklinga. Tónlistarskólinn tekur mið af margvíslegum áhugasviðum nemenda, getu þeirra og þroska. Kennsluaðferðir og viðfangsefni Tónlistarskólans eru fjölbreytt og sveigjanleg og hentar börnum, ungmennum og fullorðnum

 

Óskað er eftir tónlistarkennara sem getur hafið störf 1. ágúst 2019

 

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:

 

 • skipuleggja kennslu með hliðsjón af námskrá
 • þjálfa nemendur í hljóðfæraleik og söng
 • semja og aðlaga námsefni
 • æfa hljómsveitir eða kóra og stjórna á hljómleikum
 • halda námskeið í söng, hljóðfæraleik eða tónlistarkennslu
 • undirbúa nemendur fyrir próf og meta vinnu og námsárangur
 • prófdómarastörf

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

 

 • áhugi og þekking á helstu straumum og stefnum í tónlist
 • búa yfir skapandi hugsun
 • hæfni í mannlegum samskiptum
 • skipulag og frumkvæði eru æskilegir eiginleikar
 • grunnfærni á sem flest hljóðfæri
 • þekking á tölvuforritum sem notuð eru við kennslu

 

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum og viðkomandi stéttarfélags. Samkvæmt jafnréttisstefnu Borgarbyggðar hvetur sveitarfélagið karla jafnt sem konur til þess að sækja um starfið

Upplýsingar um starfið veitir Theodóra Þorsteinsdóttir skólastjóri í síma 433 7190 eða 864 2539

Umsókn með upplýsingum um umsækjanda, menntun og fyrri störf berist í tölvupósti á netfangið tonlistarskoli@borgarbyggd.is

Umsóknarfrestur er til 31. maí 2019
Starf leiðbeinanda í dósamóttöku /hæfingu

Aldan Borgarnesi

Starf leiðbeinanda í dósamóttöku /hæfingu

Laust er til umsóknar 100% starf leiðbeinanda í Öldunni í Borgarnesi.

Leitað er að metnaðarfullum, hressum og jákvæðum starfsmanni með brennandi áhuga á málefnum fatlaðra.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Virkja starfsmenn til þátttöku á vinnustað
 • Aðstoða starfsmenn við daglegar athafnir
 • Leiðbeina starfsfólki við móttöku og afgreiðslu
 • Sjá um þrif á vélum og húsnæði í samstarfi við aðra starfsmenn
 • Leiðbeina starfsfólki varðandi vinnubrögð og öryggisatriði
 • Önnur tilfallandi störf

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Menntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla af vinnu með fólki með fötlun æskileg
 • Jákvæðni og góðir samskiptahæfileikar
 • Hæfileiki til að leiðbeina og setja mörk
 • Frumkvæði og sveigjanleiki í starfi
 • Skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Samkvæmt jafnréttisstefnu Borgarbyggðar hvetur sveitarfélagið karla jafnt sem konur til þess að sækja um starfið.

Umsóknarfrestur er til 1. maí 2019. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Umsóknir skal senda til Guðrúnar Kristinsdóttur forstöðumanns á netfangið gudrunkr@borgarbyggd.is og einnig er hægt að fá nánari upplýsingar hjá henni í síma 433-7440 milli 8 og 14 virka daga.

Aldan starfar samkvæmt lögum nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, reglugerðum þeim tengdum og sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra. Þar er komið til móts við þörf fatlaðs fólks á dagþjónustu, vinnu og hæfingu. Aldan rekur dósamóttöku, verslun, saumastofu, kertagerð ofl. og sér um pökkun, límmerkingar á alls kyns varningi fyrir stofnanir og fyrirtæki ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.

 
Félagsþjónusta Borgarbyggðar auglýsir eftir liðveitenda

Um er að ræða starf sem felur í sér að veita börnum liðveislu. Við leitum að einstaklingi sem náð hefur 18 ára aldri.

Markmið liðveislu er að  efla einstaklinga til sjálfshjálpar, veita persónulegan stuðning og aðstoð sem miðar að því að rjúfa félagslega einangrun, svo sem aðstoð til að njóta menningar og félagslífs.

Um er að ræða hlutastarf og er því tilvalið sem aukastarf með námi eða öðru starfi. Laun eru samkvæmt kjarasamningi.

Nánari upplýsingar veitir Hrönn félagsráðgjafi í síma 433-7100 eða í hronn.asgeirsdottir@borgarbyggd.is
Starfsmaður óskast í afleysingu í búsetuþjónustu fatlaðra í Borgarnesi

Starfsmaður óskast í afleysingu í búsetuþjónustu fatlaðra í Borgarnesi

Starfið felst í að aðstoða fólk með fötlun, í daglegu lífi, inni á heimilum þess og úti í samfélaginu.

Leitað er að metnaðarfullum, hressum og jákvæðum starfsmanni með brennandi áhuga á málefnum fatlaðra. Umsækjandi þarf helst að vera eldri en 20 ára, vera með ökuréttindi og hreint sakavottorð.

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Samkvæmt jafnréttisstefnu Borgarbyggðar hvetur sveitarfélagið karla jafnt sem konur til þess að sækja um starfið.

Umsóknarfrestur er til 1. maí 2019. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Umsóknir skal senda til Guðbjargar Guðmundsdóttur forstöðumanns á netfangið gudbjorgg@borgarbyggd.is og einnig er hægt að fá nánari upplýsingar hjá henni í síma 893-9280, milli kl. 8:00 og 16:00, virka daga.
Sumarstörf hjá Borgarbyggð

Borgarbyggð auglýsir laus til umsóknar eftirfarandi sumarstörf árið 2019

Leiðbeinendur Sumarfjörs

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Umsjón og undirbúningur í samráði við tómstundafulltrúa og aðra starfsmenn
 • Leiðbeina börnum í leik

Sumarfjörið verður með starfsstöðvar á tveimur stöðum í sveitarfélaginu:

 • Á Hvanneyri
 • Í Borgarnesi

Umsækjendur um störf flokkstjóra og leiðbeinenda þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

 • Hafa náð 20 ára aldri
 • Áhugi á að vinna með unglingum og börnum
 • Frumkvæði, gleði og sjálfstæði
 • Færni í mannlegum samskiptum
 • Reynsla sem nýtist í starfi er kostur
 • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Borgarbyggðar.

 

Ráðningartímabilið er frá 3. júní til 21. ágúst eða eftir nánara samkomulagi

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Starfshlutfall er 100%. Umsókn með helstu upplýsingum um umsækjanda, menntun og fyrri störf ásamt ósk um starf og starfsstöð berist með tölvupósti á Sigríði Dóru Sigurgeirsdóttir tómstundafulltrúa á siggadora@umsb.is sem veitir nánari upplýsingar um störfin.

 

Umsóknarfrestur hefur verið lengdur og er hann nú til 29. apríl 2019
Leikskólinn Hnoðraból Reykholtsdal

Deildarstjóri og leikskólakennari óskast

 

Leikskólinn Hnoðraból er tveggja deilda leikskóli staðsettur í fallegu umhverfi sem starfar eftir hugmyndafræðinni Leiðtoginn í mér. Þar dvelja að jafnaði 22 börn á aldrinum 18 mánaða til 5 ára.

Óskað er eftir leikskólakennara sem getur hafið störf 1. júní og deildarstjóra sem getur hafið störf 8. ágúst.

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:

 • Deildarstjóri vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra. Hann er faglegur leiðtogi og ber ábyrgð á uppeldis- og menntunarstarfi sem fram fer á deildinni ásamt skólastjóra.
 • Leikskólakennari vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Leikskólakennaramenntun
 • Færni í mannlegum samskiptum
 • Sjálfstæð vinnubrögð
 • Skipulagshæfni, frumkvæði og metnaður
 • Góð íslenskukunnátta

Ef ekki fæst leikskólakennari í störfin kemur til greina að ráða starfsmenn með háskólapróf eða aðra uppeldismenntun og / eða reynslu.

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Samkvæmt jafnréttisstefnu Borgarbyggðar hvetur sveitarfélagið karla jafnt sem konur til þess að sækja um starfið.

Umsóknarfrestur er til 6. maí 2019.

Nánari upplýsingar veitir Sjöfn G. Vilhjálmsdóttir leikskólastjóri í síma 433-7180 eða 862-0064 eða í tölvupósti, sjofn@borgarbyggd.is Umsóknir skulu sendar rafrænt á sjofn@borgarbyggd.is
Matráður við leikskólann Klettaborg í Borgarnesi

Laust er til umsóknar starf matráðs við leikskólann Klettaborg. Um er að ræða 100% starf frá 8.00-16.00. Um framtíðarstarf er að ræða frá 1. ágúst 2019.

Leikskólinn er heilsueflandi leikskóli og unnið er eftir matseðlum frá Samtökum heilsuleikskóla og Handbók fyrir leikskólaeldhús. Borgarbyggð er heilsueflandi samfélag sem leggur áherslu á holla næringu í þeim stofnunum sem sveitarfélagið rekur.

Helstu verkefni:

 • Ber ábyrgð á matseld, innkaupum, stjórnun, skipulagningu og framkvæmd starfsins í eldhúsinu
 • Sér um innkaup og pantanir á mat og hreinlætisvörum
 • Umsjón með kaffistofu og þvottahúsi
 • Frágangur og þrif auk annarra tilfallandi verkefna

Hæfniskröfur:

 • Þekking og meðvitund um næringargildi og hollustu í matargerð
 • Þekking og meðvitund um bráðaofnæmi og ofnæmi/fæðuóþol almennt
 • Hreinlæti og snyrtimennska
 • Frumkvæði, sveigjanleiki og samstarfsvilji
 • Lipurð og færni í samskiptum
 • Menntun á sviði matreiðslu og reynsla af sambærilegu starfi kostur

Nánari upplýsingar um starfið veitir Steinunn Baldursdóttir leikskólastjóri í síma 433-7160. Umsóknarfrestur er til 15. apríl 2019 og eru umsækjendur beðnir um að senda umsóknir á netfangið klettaborg@borgarbyggd.is

Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar hvetur sveitarfélagið karla jafnt sem konur til þess að sækja um starfið. Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi stéttarfélags.
Laus störf í áhaldahúsi

Borgarbyggð óskar eftir að ráða starfsmenn í áhaldahús Borgarbyggðar

 

Starfið felst í vinnu undir stjórn verkstjóra áhaldahússins við slátt, umhirðuverkefni á opnum svæðum, almennt viðhald og ýmsar verklegar framkvæmdir á vegum áhaldahúss.

 

Þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum eru mikilvæg svo og sjálfstæð og öguð vinnubrögð. Vinnuvélaréttindi eru æskileg en ekki skilyrði.

 

Launakjör eru skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Æskilegt er að viðkomandi getið hafið störf sem fyrst.

 

Umsóknarfrestur er til og með 12. apríl 2019. Upplýsingar um starfið veitir Ámundi Sigurðsson verkstjóri í síma 892 5678.

 

Umsækjendur eru beðnir um að skila inn umsóknum á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is

 

Með umsókn þarf að fylgja skrá yfir menntun og starfsferil og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.

 

Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar hvetur sveitarfélagið karla jafnt sem konur til þess að sækja um starfið.

 

 

 
Lausar kennarastöður við Grunnskólann í Borgarnesi

Lausar kennarastöður við Grunnskólann í Borgarnesi

Við leitum að öflugum einstaklingum í umsjónarkennslu frá og með 1. ágúst 2019

Menntun, reynsla og hæfni:

 • Kennsluréttindi í grunnskóla og kennslureynsla
 • Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar
 • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og sköpunarkraftur
 • Jákvæðni, ábyrgðarkennd og skipulagshæfileikar

 

Óskað er eftir einstaklingum sem eru tilbúnir að taka þátt í virku og skapandi skólastarfi og hafa hugrekki til þess að feta nýjar leiðir.

Grunnskólinn í Borgarnesi er heildstæður skóli með um 300 nemendur í 1.–10. bekk og tekur virkan þátt í skólasamfélagi Borgarbyggðar. Skólinn er Uppbyggingarskóli ásamt því að vera í teymiskennslu.

Mikil þróun á sér stað innan skólans og einstakt tækifæri fólgið í því að vera hluti af þeirri sterku heild sem kennarar og starfsfólk skólans mynda.

Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar hvetur sveitarfélagið karla jafnt sem konur til þess að sækja um störfin. Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

Umsóknarfrestur er til 23. apríl 2019

Umsóknir skal senda til Júlíu Guðjónsdóttur skólastjóra á netfangið julia@grunnborg.is og einnig er hægt að fá nánari upplýsingar hjá henni í síma 862-1519.
Matreiðslumaður/matráður við Grunnskólann í Borgarnesi

Laust er til umsóknar starf matreiðslumanns/matráðs við Grunnskólann í Borgarnesi. Um er að ræða 100% starf frá 1. maí 2019. Í starfinu felst umsjón með mötuneyti fyrir nemendur og starfsfólk skólans sem tekur til starfa í nýju húsnæði haustið 2019. Einkunnarorð skólans eru sjálfstæði, ábyrgð, virðing og samhugur. Skólaumhverfið á að stuðla að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu og vellíðan nemenda og starfsfólks í samvinnu við heimili og nærsamfélag.

Grunnskólinn í Borgarnesi er heilsueflandi grunnskóli og lögð er áhersla á holla næringu í skólanum. Unnið er eftir handbók fyrir skólamötuneyti ásamt öðrum leiðbeiningum fyrir heilsueflandi grunnskóla.

Helstu verkefni:

 • Elda og framreiða morgunhressingu, hádegisverð og síðdegishressingu fyrir nemendur og starfsfólk
 • Sjá um innkaup og samskipti við birgja
 • Umsjón með rekstri mötuneytisins
 • Frágangur og þrif auk annarra tilfallandi verkefna

Hæfniskröfur:

 • Góð þekking á næringarfræði og hollustufæði
 • Hreinlæti og snyrtimennska skilyrði
 • Frumkvæði og sveigjanleiki
 • Lipurð og færni í samskiptum
 • Reynsla af sambærilegu starfi

Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar hvetur sveitarfélagið karla jafnt sem konur til þess að sækja um starfið. Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Upplýsingar um starfið veitir Júlía V. Guðjónsdóttir skólastjóri í síma 433-7400 eða á julia@grunnborg.is

Umsóknarfrestur er til 7. apríl 2019 og eru umsækjendur beðnir um að senda umsóknir á netfangið julia@grunnborg.is

 
Aldan Borgarnesi - starf leiðbeinanda

Laust er til umsóknar 100% starf leiðbeinanda í Öldunni í Borgarnesi.

Leitað er að metnaðarfullum, hressum og jákvæðum starfsmanni með brennandi áhuga á málefnum fatlaðra.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Virkja starfsmenn til þátttöku á vinnustað
 • Aðstoða starfsmenn við daglegar athafnir
 • Leiðbeina starfsfólki við móttöku og afgreiðslu
 • Sjá um þrif á vélum og húsnæði í samstarfi við aðra starfsmenn
 • Leiðbeina starfsfólki varðandi vinnubrögð og öryggisatriði
 • Önnur tilfallandi störf

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Menntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla af vinnu með fólki með fötlun æskileg
 • Jákvæðni og góðir samskiptahæfileikar
 • Hæfileiki til að leiðbeina og setja mörk
 • Frumkvæði og sveigjanleiki í starfi
 • Skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Samkvæmt jafnréttisstefnu Borgarbyggðar hvetur sveitarfélagið karla jafnt sem konur til þess að sækja um starfið.

Umsóknarfrestur er til 21. maí 2019. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Umsóknir skal senda til Guðrúnar Kristinsdóttur forstöðumanns á netfangið gudrunkr@borgarbyggd.is og einnig er hægt að fá nánari upplýsingar hjá henni í síma 433-7440 milli 8 og 14 virka daga.

Aldan starfar samkvæmt lögum nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, reglugerðum þeim tengdum og sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra. Þar er komið til móts við þörf fatlaðs fólks á dagþjónustu, vinnu og hæfingu. Aldan rekur dósamóttöku, verslun, saumastofu, kertagerð ofl. og sér um pökkun, límmerkingar á alls kyns varningi fyrir stofnanir og fyrirtæki ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.

 
STUÐNINGS FJÖLSKYLDUR - STUÐNINGUR VIÐ BÖRN

Félagsþjónusta Borgarbyggðar leitar  að fólki sem er tilbúið til að gerast stuðningsfjölskylda.  Hlutverkið felst í að taka barn/börn inn á heimilið t.d. yfir helgi. Um er að ræða börn með fötlun eða börn sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður.

Við leitum að fólki sem er fært um að skapa öruggar aðstæður með hlýju og nærgætni en skýrum mörkum.

Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast hafi samband við félagsþjónustu Borgarbyggðar sími 433-7100, netfang:  elisabet@borgarbyggd.is
Frístundaleiðbeinandi

Frístund í Borgarnesi

Óskað er eftir frístundaleiðbeinanda í frístund í Borgarnesi

Markhópur frístundar eru börn á aldrinum 6-9 ára.

Í boði er hlutastarf þar sem vinnutíminn er frá kl. 13:00-16:00, þriðjudaga og miðvikudaga.

 

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Leiðbeina börnum í leik og starfi
 • Skipulagning á faglegu frístundastarfi
 • Samvinna við börn og starfsfólk
 • Samskipti og samstarf við foreldra, starfsfólk skóla og aðra sem koma að starfi frístundar í Borgarnesi

 

Hæfniskröfur:

 • Áhugi á að vinna með börnum
 • Frumkvæði, gleði og sjálfstæði
 • Færni í mannlegum samskiptum
 • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Borgarbyggðar

 

Viðkomandi þarf að gefa hafið störf sem fyrst.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigga Dóra, tómstundafulltrúi og eru umsækjendur beðnir um að senda umsóknir á netfangið siggadora@umsb.is Með umsókn skal fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til 21. mars 2019
Sumarstörf við sundlaugar Borgarbyggð

Starfsfólk óskast við sundlaugar Borgarbyggðar:

 • í Borgarnesi frá 31. maí til 31. ágúst. Almenn vaktavinna sem skiptist í morgun-, kvöld og dagvaktir. Unnið er þriðju hverja helgi.
 • á Kleppjárnsreykjum frá 1. júní til 18. ágúst. 100% starf. Unnið í fimm daga og frí í tvo daga.
 • á Varmalandi frá 1. júní til 18. ágúst. 100% starf. Unnið í fimm daga og frí í tvo daga.

Helstu verkefni:

 • Öryggisgæsla við sundlaug
 • Afgreiðslustörf
 • Aðstoð við viðskiptavini
 • Tiltekt og þrif

Helstu kröfur:

 • Hafa náð 18 ára aldri
 • Standast hæfnispróf sundstaða
 • Þjónustulund og lipurð í samskiptum

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ingunn Jóhannesdóttir forstöðumaður og eru umsækjendur beðnir um að senda umsóknir á netfangið ingunn28@borgarbyggd.is. Með umsókn skal fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til 31. mars 2019
Sumarstörf hjá Borgarbyggð

Sumarstörf hjá Borgarbyggð

Borgarbyggð auglýsir laus til umsóknar eftirfarandi sumarstörf árið 2019

Flokkstjórar Vinnuskólans

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Umsjón með hópum í almennum garðyrkjustörfum, gróðursetningu og hirðingu á opnum svæðum
 • Leiðbeina unglingum í leik og starfi

Vinnuskólinn verður með starfsstöðvar á fjórum stöðum í sveitarfélaginu:

 • Á Hvanneyri
 • Á Bifröst
 • Í Reykholti
 • Í Borgarnesi

Leiðbeinendur Sumarfjörs

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Umsjón og undirbúningur í samráði við tómstundafulltrúa og aðra starfsmenn
 • Leiðbeina börnum í leik

Sumarfjörið verður með starfsstöðvar á tveimur stöðum í sveitarfélaginu:

 • Á Hvanneyri
 • Í Borgarnesi

Umsækjendur um störf flokkstjóra og leiðbeinenda þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

 • Hafa náð 20 ára aldri
 • Áhugi á að vinna með unglingum og börnum
 • Frumkvæði, gleði og sjálfstæði
 • Færni í mannlegum samskiptum
 • Reynsla sem nýtist í starfi er kostur
 • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Borgarbyggðar.

 

Ráðningartímabilið er frá 3. júní til 21. ágúst eða eftir nánara samkomulagi

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Starfshlutfall er 100%. Umsókn með helstu upplýsingum um umsækjanda, menntun og fyrri störf ásamt ósk um starf og starfsstöð berist með tölvupósti á Sigríði Dóru Sigurgeirsdóttir tómstundafulltrúa á siggadora@umsb.is sem veitir nánari upplýsingar um störfin.

 

Umsóknarfrestur er til og með 1. apríl 2019
Starfsmaður óskast í afleysingu í búsetuþjónustu fatlaðra í Borgarnesi.

Starfsmaður óskast í afleysingu í búsetuþjónustu fatlaðra í Borgarnesi.

 Starfið felst í að aðstoða fólk með fötlun, í daglegu lífi, inni á heimilum þess og

úti í samfélaginu.

Umsækjandi þarf að helst að vera eldri en 20 ára, vera með ökuréttindi og hreint sakavottorð. Umsækjandi þarf að geta hafið störf strax.

Laun samkvæmt kjarasamningum.

Nánari upplýsingar gefur:

Guðbjörg Guðmundsdóttir í síma 893-9280, milli kl. 8.00-16.00, virka daga og gudbjorgg@borgarbyggd.is
Starf sálfræðings við leik - og grunnskóla Borgarbyggðar

Skólaþjónusta Borgarbyggðar auglýsir lausa til umsóknar stöðu sálfræðings. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi með brennandi áhuga á starfsemi skóla. Í sveitarfélaginu er meðal annars unnið að styrkingu heildstæðrar nærþjónustu við börn, foreldra og skóla. Lögð er áhersla á snemmtæka íhlutun, samstarf fagsviða og stofnana, svo sem um þróun úrræða fyrir börn og foreldra. Í Borgarbyggð búa um 3.800 íbúar, þar af um 700 börn í fimm leikskólum og tveimur grunnskólum.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Sálfræðimenntun og löggilding v/starfsheitis
 • Reynsla af starfi með börnum
 • Góðir skipulagshæfileikar
 • Hæfni í mannlegum samskiptum

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:

 • Ráðgjöf til skóla vegna skólagöngu barna og ungmenna
 • Athuganir og greiningar
 • Ráðgjöf, leiðbeiningar og fræðsla til foreldra

Upplýsingar veitir Anna Magnea Hreinsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, sími 840-1522  og annamagnea@borgarbyggd.is

Umsóknarfrestur er til 15. september 2018.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Starfsmaður óskast í heimaþjónustu

Starfsmaður óskast í heimaþjónustu

Markmið heimaþjónustu er að efla viðkomandi til sjálfsbjargar og gera honum kleift að búa sem lengst í heimahúsi, við sem eðlilegastar aðstæður.

Um er að ræða tímavinnu og/eða sumarafleysingar

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:

 • Almenn þrif
 • Stuðningur og hvatning
 • Aðstoð við persónulega umhirðu
 • Hvetja til sjálfshjálpar
 • Vera vakandi yfir andlegri og líkamlegri líðan þjónustuþega

Helstu hæfniskröfur:

 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Frumkvæði og skipulagshæfni
 • Hæfni til að starfa sjálfstætt
 • Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af heimilisstörfum

Starfsmaður þarf að hafa bíl til umráða

Nánari upplýsingar gefur Elín Valgarðsdóttir, deildarstjóri heimaþjónustu í síma: 840 1525

Umsóknarfrestur er til 30. maí 2018

Umsóknir berist til borgarbyggd@borgarbyggd.is
Dagforeldrar í Borgarbyggð

Dagforeldrar óskast til starfa í Borgarbyggð. Nú er tækifæri fyrir áhugasama aðila að starfa með yngstu börnunum í heimahúsi. Um starfsemi dagforeldra gildir reglugerð nr. 907/2005 um daggæslu barna í heimahúsum.

Verkefni og ábyrgðarsvið

 • Starfa sem sjálfstæðir verktakar með starfsleyfi og eftirlit frá Borgarbyggð
 • Veita börnum góða umönnun, öryggi og hlýju
 • Sækja grunnnámskeið fyrir dagforeldra
 • Taka þátt í skyndihjálparnámskeiðum og fræðslu sem boðið er upp á hverju sinni

 

Hæfniskröfur

 • Skal ekki vera yngri en 20 ára
 • Heilsuhraustur
 • Hafa ríka ábyrgðartilfinningu
 • Aðgangur að húsnæði sem uppfyllir þau skilyrði sem sett eru fram í reglugerð
 • Aðgangur að útileiksvæði

 

Niðurgreiðslur og gjöld foreldra eru samkvæmt núgildandi reglum um niðurgreiðslur til dagforeldra í Borgarbyggð.

Umsóknafrestur er til og með 30. mars 2017.

Upplýsingar um störfin veitir Anna Magnea Hreinsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, netfang: annamagnea@borgarbyggd.is og í síma 840 1522.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um leyfi til daggæslu barna á íbúagátt Borgarbyggðar. Með umsókn þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið.

Nánari upplýsingar um starfsemi dagforeldra má finna hér.