Sveitarfélögin Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit, Hvítársíðuhreppur og Kolbeinsstaðahreppur sameinuðust í eitt sveitarfélag við sveitarstjórnarkosningarnar vorið 2006.
Sveitarfélagið er um 4.926 ferkílómetrar að stærð og íbúar eru rúmlega 3700. Mörk svæðisins eru við Skarðsheiði í suðri og Haffjarðará í vestri.

Innan Borgarbyggðar eru eftirtalin svæði: Kolbeinsstaðahreppur, Hraunhreppur, Álftaneshreppur, Borgarhreppur, Borgarnes, Norðurárdalur, Stafholtstungur, Þverárhlíð, Hvítársíða, Hálsasveit, Reykholtsdalur, Flókadalur, Lundarreykjadalur, Bæjarsveit og Andakíll.