Eldri borgarar

EITT ÞJÓNUSTUNÚMER – 4337100

Hægt er að panta eða fá upplýsingar um alla þjónustu sveitarfélagsins við eldri borgara í síma 4337100

Stefna Borgarbyggðar í málefnum aldraðra.

Þann 27. mars 2018 samþykkti sveitarstjórn Borgarbyggðar stefnu í málefnum aldraðra í Borgarbyggð.

Stefna í málefnum aldraðra

Ráðgjöf
Eldri borgarar hafa aðgang að félagslegri ráðgjöf hjá félagsþjónustu sveitarfélagsins og geta leitað þangað eftir aðstoð varðandi réttindi sín eða mögulega þjónustu. Eins er hægt að fá upplýsingar um mögulega þjónustu hjá heimahjúkrun. Þjónusta við eldri borgara er í stöðugri þróun og markmiðið alltaf að mæta þörfum þeirra er þurfa á henni að halda. Eldri borgarar eru hvattir til að koma með ábendingar og kanna möguleika á aðstoð hvort sem er varðandi almenna þjónustu eða þeirra eigin aðstöðu.

Félagsleg heimaþjónusta
Heimilishjálp er veitt öldruðum, öryrkjum og vegna tímabundinna veikinda eða erfiðra félagslegra aðstæðna. Umfang þjónustunnar fer eftir mati og þörfum hverju sinni. Hér er hægt að nálgast Reglur um félagslega heimaþjónustu 2015 og einnig gjaldskrá heimaþjónustu

Heimsendur matur – mötuneyti
Matur er sendur heim í hádeginu í Borgarnesi alla daga ársins. Reynt er að veita þessa þjónustu líka í dreifbýlinu.

Í félagsstarfinu á Borgarbraut 65a er boðið upp á hádegismat alla virka daga.

Ferðaþjónusta
Boðið er upp á akstur í og úr félagsstarfi, í reglubundna þjálfun eða til læknis. Reglur um ferðaþjónustu samþ. 2015